Fréttir

Aðalfundur frjálsíþróttadeildar 2020

Aðalfundur frjálsíþróttadeildar Umf. Selfoss verður haldinn í Tíbrá fimmtudaginn 6. febrúar klukkan 20:00.Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.Allir velkomnir Frjálsíþróttadeild Umf.

Stórmót ÍR

Frjálsíþróttadeild Selfoss átti tvo fulltrúa í þrautarbraut á Stórmóti ÍR á dögunum sem stóðu sig mjög vel.  Á myndinni má sjá þá félaga Örn Hreinsson og Storm Leó Guðmundsson  að keppni lokinni.

Tvö stig kláruð í Kórnum

Selfoss mætti HK í sínum fyrsta leik í Olísdeildinni á nýju ári.   Íslandsmeistararnir sóttu öruggan sigur í greipar heimamanna, 29-34.Fyrsta mark leiksins skoraði Einar Sverrisson, en hann var að snúa aftur eftir tæpt ár á meiðslalistanum.  Hann fór af stað af miklum krafti og skoraði fjögur af fyrstu fimm mörkum Selfyssinga.  Á þessum fyrstu mínútum náðu Selfyssingar þriggja marka forystu sem HK vann þó upp aftur og jöfnuðu í 6-6.  Eftir það var allt jafnt þar þar til lokamínúturnar runnu upp.  Selfyssingar skoruðu þá síðustu fjögur mörk hálfleiksins og leiddu þar með 13-17.Sá munur hélst lítið breyttur fram eftir síðari hálfleik, allt þar til heimamenn minnkuðu muninn niður í tvö mörk á 50.

Guðmundur og Þorsteinn Aron léku með U17 í Hvíta-Rússlandi

Selfyssingarnir Guðmundur Tyrfingsson og Þorsteinn Aron Antonsson léku með U17 ára landsliði Íslands sem endaði í sjöunda sæti á æfingamóti UEFA (UEFA Development tournament) sem fram fór í Hvíta-Rússlandi í seinustu viku.

Sigur á Fylki í Árbænum

Selfoss sigraði Fylki nokkuð örugglega í Árbænum í gær, 19-23, í Grill 66 deild kvenna.Selfyssingar voru með yfirhöndina allan leikinn, staðan í hálfleik var 9-13.  Mest komust stelpurnar sjö mörkum yfir, 11-18, um miðjan seinni hálfleik.  Þær gáfu aðeins eftir undir lokin og urðu lokatölur 19-23.Mörk Selfoss: Katla María Magnúsdóttir 8, Hulda Dís Þrastardóttir 6/3, Agnes Sigurðardóttir 2, Katla Björg Ómarsdóttir 2, Þuríður Ósk Ingimarsdóttir 2, Hólmfríður Arna Steinsdóttir 1, Rakel Guðjónsdóttir 1, Elín Krista Sigurðardóttir 1.Varin skot: Henriette Østergaard 12 (38%)Selfoss er því áfram í 3.

Selfyssingar glímdu í Skotlandi

Selfyssingarnir Breki Bernhardsson, Hrafn Arnarsson og Jakub Oskar Tomczyk kepptu á Opna skoska meistaramótinu sem var haldið 18. janúar sl.

Strákarnir mæta Stjörnunni í bikarnum

Dregið var í 8-liða úrslit í Coca Cola bikarnum í hádeginu í dag. Meistaraflokkur karla var fulltrúi okkar Selfyssinga í pottinum, en meistaraflokkur kvenna og frændur vorir í ÍF Mílan féllu úr leik í síðustu umferð.Strákarnir munu heimsækja Stjörnuna í Garðabæ.  Leikurinn mun fara fram í kringum 6.

Fréttabréf ÍSÍ

Sterkur sigur á Víkingum

Selfoss sigraði Víkinga með 13 mörkum, 29-16, þegar liðin mættust í Hleðsluhöllinni í Grill 66 deild kvenna í kvöld.Jafnræði var á með liðunum í byrjun og var staðan 4-4 eftir átta mínútna leik. Eftir það kom góður kafli hjá Selfyssingum með nokkrum auðveldum mörkum og var staðan orðin 12-5 eftir átján mínútna leik.

Unnu 65" sjónvarp frá Árvirkjanum

Þann 19. desember síðastliðinn var dregið í jólahappadrætti unglingaráðs knattspyrnudeildar Selfoss. Aðalvinningurinn, 65“  led sjónvarp frá Árvirkjanum, kom á miða númer 619 sem er í eigu Stefáns og Iðunnar, en þau keyptu miðann af barnabarni sínu á Selfossi.