Fréttir

Apríl er stelpumánuður hjá knattspyrnudeildinni

Knattspyrnudeild Selfoss langar að fá nýjar stelpur inn í starfið okkar.Öllum stelpum sem langar til að koma og prufa að æfa fótbolta býðst að gera það frítt í apríl

4. flokkur deildarmeistarar

Lið Selfoss í 4. flokki karla eldri fékk í dag afhentan deildarmeistaratitilinn í 2. deild, en þeir unnu aðra deildina nokkuð sannfærandi og tryggðu sér þar með sæti í úrslitakeppninni þar sem þeir mæta A-liði Selfoss sem varð í 2.

Sigur hjá báðum liðum

Meistaraflokkar karla og kvenna gerðu góða ferð í kaupstaðinn í dag og sóttu þangað fjögur stig.  Stelpurnar unnu sannfærandi fimm marka sigur á Stjörnunni og strákarnir unnu góðan tveggja marka sigur á Fram.Stjarnan 27-32 Selfoss Stelpurnar byrjuðu leikinn af krafti og náðu fljótt fjögurra marka forystu, munurinn varð mestur fimm mörk í fyrri hálfleik, 7-12.  Þá kom góður kafli hjá Stjörnukonum sem náðu að jafna í 14-14, staðan í hálfleik var 16-15.  Selfoss jafnaði síðan fljótt aftur í 18-18 og eftir það var jafnt á öllum tölum þar til Selfoss náði að slíta sig frá Stjörnunni þegar seinni hálfleikur var hálfnaður.  Þær lokuðu síðan leiknum með stæl og sigruðu að lokum með fimm mörkum, 27-32.Mörk Selfoss: Perla Ruth Albertsdóttir 9, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 8, Katla María Magnúsdóttir 7, Harpa Sólveig Brynjarsdóttir 3/2, Carmen Palamariu 2, Rakel Guðjónsdóttir 1, Sarah Boye 1, Tinna Sigurrós Traustadóttir 1 Varin skot: Katrín Ósk Magnúsdóttir 15 (36%)Nánar er fjallað um leikinn á  Leikskýrslu má sjá Fram 29-31 Selfoss Strákarnir byrjuðu leikinn af krafti og komust í 1-3.  Framarar náðu að jafna leikinn í 4-4 og náðu síðan að komast yfir, mest þremur mörkum, í 11-8.  Selfoss fínstillti sinn leik og náðu aftur yfirhöndinni áður en langt um leið, staðan í hálfleik 15-18.  Selfoss hafði yfirhöndina í seinni hálfleik og hélt Frömmurum tveimur til þremur mörkum frá sér.  Selfyssingar nýttu þó tækifærið og gerðu leikinn spennandi undir lokin þar sem Fram minnkaði muninn niður í eitt mark.  Selfoss stóðust þó áhlaupið og vörðu stigin tvö og lokatölu 29-31.Mörk Selfoss: Haukur Þrastarson 7/1, Elvar Örn Jónsson 6, Árni Steinn Steinþórsson 5, Hergeir Grímsson 5, Guðjón Baldur Ómarsson 3, Atli Ævar Ingólfsson 3, Nökkvi Dan Elliðason 2Varin skot: Sölvi Ólafsson 11 (38%), Pawel Kiepulski 1 (10%)Nánar er fjallað um leikinn á .is. Leikskýrslu má sjá Stelpurnar eru áfram í botnsæti deildarinnar og geta ekki bjargað sér þaðan, þær fara í Digranesið á þriðjudag og spila þar sinn síðasta leik í deildinni gegn HK.  Strákarnir eru í öðru sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir Haukum.  Þeir eiga leik gegn botnliði Gróttu hér heima á miðvikudaginn n.k.Perla Ruth var mögnuð í leiknum í dag, með 9 mörk í 9 skotum. JÁE

Fimm frá Selfossi í landsliðshópnum

Þeir Elvar Örn Jónsson, Haukur Þrastarson. Teitur Örn Einarsson, Ómar Ingi Magnússon og Bjarki Már Elísson verða allir í landsliðshópi Íslands sem mætir Norður-Makedóníu nú í apríl.Fyrri leikurinn verður í Laugardalshöll þann 10.

Góður árangur á Ásvallamóti

Fjórir sundmenn úr gull- og silfurhópum Selfoss kepptu á Ásvallamóti SH fyrir rúmri viku en til að öðlast keppnisrétt á mótinu þurfti að ná ákveðnum lágmörkum.

Hannes, Tryggvi og Ísak framlengja við Selfoss

Þeir Hannes Höskuldsson, Tryggvi Þórisson og Ísak Gústafsson hafa allir framlengt samninga sína við handknattleiksdeild Selfoss á síðustu misserum.  Allir hafa þeir verið viðloðandi meistaraflokk í vetur. Hannes Höskuldsson er 19 ára gamall vinstri hornamaður og hefur verið öflugur með U liði Selfoss í vetur ásamt því að vera í meistaraflokk. Tryggvi Þórisson er 16 ára línumaður.  Hann hefur spilað með 3.

Tap gegn Haukum í Hleðsluhöllinni

Selfoss mætti Haukum í troðfullri Hleðsluhöll í Olísdeildinni í kvöld, uppselt var á leikinn og þurfti að vísa fólki frá. Leikurinn endaði með tveggja marka sigri Hauka, 27-29.Leikurinn var meira og minna í járnum og aldrei munaði meira en þremur mörkum á liðunum.

Fjör á opinni handboltaæfingu

Það var fjör í Hleðsluhöllinni á föstudaginn þegar alls mættu 47 hressir krakkar á aldrinum 6-14 ára á opna æfingu hjá handknattleiksdeildinni.

Mikill kraftur í starfi mótokrossdeildar

Það var mjög góð mæting á aðalfundur mótokrossdeildar Selfoss sem fór fram í Tíbrá fimmtudaginn 21. mars. Mikill kraftur er í starfi deildarinnar og eru menn stórhuga fyrir næsta sumar í mótokrossinu.Nýja stjórn skipa f.v.

Vel heppnaður aðalfundur handknattleiksdeildar

Aðalfundur handknattleiksdeildarinnar var haldinn í Tíbrá miðvikudagskvöldið s.l. Heppnaðist fundurinn með ágætum og var vel mætt.Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf og var ársskýrsla og reikningar deildarinnar lagðir fram til samþykktar.