06.04.2017
Selfyssingar eru í góðri stöðu fyrir lokaumferðirnar í 4. flokki karla og kvenna. Liðin okkar tróna á toppi deildanna og er deildarmeistaratitillinn í sjónmáli.Að auki hafa strákarnir í 5.
05.04.2017
Eins og undanfarin ár verður Íþrótta- og útivistarklúbburinn, sem er fyrir öll börn fædd 2007-2011, í fullum gangi í sumar. Klúbburinn er starfræktur á vegum Ungmennafélags Selfoss í góðu samstarfi við Sveitarfélagið Árborg.Klúbburinn býður upp á fjölbreytt og skemmtileg sumarnámskeið fyrir hressa krakka. Markmið námskeiðanna er fjölbreytileiki og skemmtileg hreyfing með mikilli útiveru og íþróttum í góðum félagsskap.
05.04.2017
Selfyssingar töpuðu á móti FH í gær þegar síðasta umferð Olís-deildarinnar fór fram.Selfyssingar komu einbeittir til leiks og voru skrefinu á undan allan fyrri hálfleikinn þó lítið væri skorað í upphafi.
03.04.2017
Selfyssingar lágu fyrir toppliði Fram í næstsíðustu umferð Olís-deildarinnar á laugardag en liðin mættust í Safamýrinni í Reykjavík.Fram vann níu marka sigur 32-23 eftir að hafa leitt í hálfleik, 15-10.Nánar er fjallað um leikinn á vef .Selfoss er ennþá í níunda sæti með tíu stig, og getur hvorki færst upp né niður töfluna, og tekur þátt í umspili um sæti í Olís deildinni á næsta keppnistímabili.Dijana og Perla Ruth voru markahæstar Selfyssinga með 4 mörk, Hulda Dís og Kristrún skoruðu 3 mörk, Arna Kristín, Adina og Ída Bjarklind skoruðu 2 mörk og þær Margrét, Ásta Margrét og Carmen skoruðu 1 mark hver.Selfoss tekur á móti botnliði Fylkis í lokaumferð deildarinnar á laugardag kl.
30.03.2017
Strákarnir okkar dvelja þessa dagana við æfingar á Novo Sancti Petri á suðurströnd Spánar. Þeir fóru út föstudaginn 24. mars og æfa tvisvar á dag við bestu aðstæður auk þess að taka æfingaleik við atvinnumannalið San Fernando.Hópurinn telur 24 leikmenn auk fimm manna starfsliðs.
30.03.2017
Selfyssingar sigruðu Val með einu marki, 29-28, á heimavelli í gærkvöldi og komust þannig upp fyrir Val í deildinni. Selfoss er nú í fimmta sæti með 24 stig en Valur í sjötta sæti með 23 stig.
29.03.2017
Páskamót Selfoss í sundi fór fram í gömlu innlauginni á sunnudag. Keppendur stóðu sig afar vel og var gleðin við völd í lauginni.Það var Kristján Emil Guðmundsson sem smellti myndum af keppendum á mótinu.
28.03.2017
Strákarnir á eldra ári í 4. flokki (fæddir 2001) tryggðu sér deildarmeistaratitilinn með öruggum sigri á Fram um sl. helgi. Þetta er fimmta árið í röð sem Selfoss verður meistari í þessu aldursflokki en þessi sami flokkur var einnig í toppbaráttu Norden Cup um sl.
28.03.2017
Selfyssingar eignuðust fimm Íslandsmeistara þegar Íslandsmótið í taekwondo fór fram um seinustu helgi.Ingibjörg Erla Grétarsdóttir varð Íslandsmeistari í senior -67 kg auk þess sem hún var valin keppandi mótsins í kvennaflokki.