13.03.2017
Fjölmenni var á aðalfundi fimleikadeildar Umf. Selfoss sem fram fór í Tíbrá þriðjudaginn 28. febrúar.Ný stjórn var kjörin á fundinum og bar til tíðinda að formannsskipti urðu í deildinni þar sem Inga Garðarsdóttir tók við keflinu af Þóru Þórarinsdóttur. Karl Óskar Kristbjarnarson og Oddur Hafsteinsson gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu og komu þau Sesselja Sumarrós Sigurðardóttir, Ágúst Sigurjónsson og Guðrún Ásta Garðarsdóttir inn í stjórn í stað þeirra.
13.03.2017
WOW Bikarmótið í hópfimleikum fór fram helgina 11-12.mars í Ásgarði, íþróttahúsi Stjörnunnar í Garðabæ. Selfoss átti þrjú lið á mótinu, tvö stúlkna lið í 2.flokk og blandað lið í 2.flokk.Blandað lið Selfoss í 2.
13.03.2017
Ársþing HSK fór fram um helgina í Hveragerði en á þinginu var fimleikakonan Margrét Lúðvígsdóttir valin íþróttamaður HSK árið 2016.Margrét hefur æft fimleika frá unga aldri og náð miklum árangri innan greinarinnar.
11.03.2017
Sjö lið tóku þátt í bikarkeppni Frjálsíþróttasambands Íslands sem fór fram í Laugardalshöll laugardaginn 11. mars. HSK/Selfoss sendi efnilegt lið til keppni sem samanstóð af reynsluboltum í bland við unga og mjög efnilega frjálsíþróttamenn sem öll stóðu sig mjög vel.
10.03.2017
Frjálsíþróttadeild Selfoss átti flotta fulltrúa á héraðsleikum HSK sem fóru fram á Hellu á dögunum.Yngstu börnin spreyttu sig í þrautarbraut þar sem þau tókust á við fjölbreytt verkefni eins og skutlukast, stigahlaup og grindaboðhlaup.
08.03.2017
Aðalfundur Handknattleiksdeildar Umf. Selfoss verður haldinn í Tíbrá miðvikudaginn 15. mars klukkan 20:00.Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál.Allir velkomnir,
Handknattleiksdeild Umf.
07.03.2017
Selfyssingar sóttu Gróttu heim í 21. umferð Olís-deildarinnar í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi. Niðurstaðan varð jafntefli, 29:29.Fyrri hálfleikur var mjög jafn en Selfyssingar náðu tveggja marka forskoti undir lok hans og var staðan í leikhléi 15:13 þeim í vil.
06.03.2017
Hið árlega Guðjónsmót, sem haldið er til minningar um Guðjón Ægi Sigurjónsson, fór fram um helgina. Á myndinni er lið Myrru sem bar sigur úr bítum á mótinu í ár.Ljósmynd: Umf.
04.03.2017
Í sumar verður Frjálsíþróttaskóli UMFÍ starfræktur í níunda sinn á HSK svæðinu og í ár er hann á Selfossi 11.-15. júní og er haldinn í samstarfi við Frjálsíþróttaráð HSK.