Fréttir

Ungir fimleikastrákar á sameiginlegri æfingu

Fimleikasamband Íslands stóð fyrir sameiginlegri drengjaæfingu hjá Aftureldingu í Mosfellsbæ sl. laugardag. Saman voru komnir drengir á aldrinum átta til fjórtán ára úr fjórum félögum og æfðu þeir undir stjórn landsliðsþjálfaranna Yrsu Ívarsdóttur, Kristins Guðlaugssonar og Henriks Pilgaard.

Dregið í páskahappadrætti

Í dag var dregið í páskahappdrætti handknattleiksdeildar Umf. Selfoss. Aðalvinningurinn, Samsung sjónvarp, kom á miða númer 161.Vinningarnir í happdrættinu voru 85 talsins og heidarverðmæti þeirra var 976.334 krónur.Vinningsnúmerin í happdrættinu eru eftirfarandi:1.

Fréttabréf UMFÍ

Elvar Örn í U-20 á EM

Ólafur Stefánsson landsliðsþjálfari U-20 landsliðs Íslands hefur valið liðið sem tekur þátt í forkeppni EM sem fram fer í Póllandi í byrjun apríl.Elvar Örn Jónsson er í hópnum og er svo sannarlega vel að þessu vali kominn enda feykiöflugur leikmaður sem ásamt því að hafa verið í U-18 landsliði Íslands sem hlaut bronsverðlaun á heimsmeistaramótinu í Rússlandi í fyrra (undir stjórn Einars Guðmundssonar yfirþjálfara Selfoss) hefur verið lykilleikmaður með meistaraflokki Selfoss í vetur.Í undankeppninni mætir lið Íslands Búlgaríu, Ítalíu og heimamönnum frá Póllandi.Auk Elvars í liðinu er Selfyssingurinn Ómar Ingi Magnússon einnig í hópnun, auk þess sem hinn ungi og knái Teitur Örn Einarsson (sem enn er í U-18 landsliðinu) er einn fjögurra sem einnig taka þátt í æfingum og eru til taks.Sjá nánar í frétt á .MM

Sex Íslandsmeistarar í bardaga

Síðastliðinn laugardag fór Íslandsmótið í bardaga 2016 fram í Keflavík og sendi taekwondodeild Umf. Selfoss fjórtán keppendur. Selfoss hafnaði í öðru sæti í liðakeppninni og Ingibjörg Erla Grétarsdóttir var valin kvenkeppandi mótins.Keppt var í tveimur deildum þ.e.

Selfyssingar á landsliðsæfingum

Fyrstu landsliðsæfingar í hópfimleikum voru haldnar um liðna helgi.Unglingarnir æfðu í Gerplu og fullorðnir í Fjölni. Mikil spenna og stemning var í hópunum og greinilegt að það verður barist fyrir sæti í landsliðum Íslands á Evrópumótinu 2016. Ísland mun senda lið til keppni í fimm flokkum það er kvennalið, blandað lið og karlalið í flokki fullorðinna en í unglingaflokki verða send tvö lið það er stúlknalið og blandað lið unglinga.Selfyssingar eiga 17 þátttakendur í úrvalshópum FSÍ og verður gaman að fylgjast með þeim í þessu spennandi verkefni.

Selfyssingar í stóru hlutverki með U-20

Fjórir Selfyssingar hafa undanfarnar vikur sem tók þátt í undankeppni HM um seinustu helgi. Riðill Íslands var leikinn hér á landi og fóru leikirnir fram í Strandgötunni í Hafnarfirði en tvö efstu liðin úr riðlinum komust beint á HM í Rússlandi í sumar.Þrjár af okkar stelpum tóku þátt um helgina en varð að bíta í það súra epli að fylgjast með stöllum sínum úr stúkunni.

Tveir tapaðir leikir á Akureyri

Meistaraflokkar Selfoss léku tvo leiki í Lengjubikarnum norðan heiða á laugardag. Stelpurnar mættu Þór/KA í leik sem lauk með 2-0 sigri Akureyringa.

Selfyssingar sýndu stjörnuleik

Selfoss tók á móti Stjörnunni í toppbaráttu 1. deildar á föstudag en með sigri í leiknum gat Stjarnan tryggt sér sæti í Olís-deildinni á næsta keppnistímabili.Stjarnan var ávallt skrefinu á undan í fyrri hálfeik og náði mest tveggja marka forskoti sem Selfyssingar náðu jafnharðan að brúa.

Páskaeggjabingó

Hið árlega páskaeggjabingó frjálsíþróttadeildar Umf. Selfoss verður haldið þriðjudaginn 22. mars klukkan 19:30 í íþróttahúsinu Iðu.Fjöldinn allur af páskaeggjum, af öllum stærðum og gerðum, í vinninga.Veitingasala á staðnum.