29.02.2016
Bikarmót unglinga í hópfimleikum fór fram helgina 26.-28. febrúar. Mótið var haldið í Versölum, íþróttahúsi Gerplu í Kópavogi, og er þetta fjölmennasta hópfimleikamót sem haldið hefur verið hér á landi.Fimleikadeild Selfoss sendi alla sína keppnishópa á mótið, alls fimmtán lið.
26.02.2016
Selfyssingurinn Egill Blöndal og félagi hans Breki Bernharðsson tóku sig til og fluttu til Frakklands í byrjun febrúar. Samhliða fjarnámi munu þeir verða þar við æfingar til 8. apríl en þá fara þeir til Japans og verða þar í fimm vikur þar sem æft verður þrjá tíma á daga alla daga nema sunnudaga.
25.02.2016
Tveir yngri flokkar Selfoss leika til úrslita í Coca Cola bikar HSÍ í Laugardalshölllinni sunnudaginn 28. febrúar.Strákarnir á yngra ári í 4.
25.02.2016
Brenniboltamót knattspyrnudeildar verður haldið laugardaginn 5. mars í Iðu og hefst klukkan 12:30. Mótið er haldið af meistaraflokki karla í knattspyrnu sem verða að sjálfsögðu með lið og skora þeir á alla aðra meistaraflokka á Selfossi að mæta með lið.Mótið er liður í fjáröflun strákanna fyrir æfingaferð sem farið verður í í byrjun apríl.
24.02.2016
Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handknattleik, var staddur á Selfossi í seinustu viku. Við það tækifæri hélt hann fyrirlestra fyrir þjálfara og leikmenn Selfoss þar sem hann miðlaði af þekkingu sinni og reynslu.Auk þess hitti Þórir stjórnarfólk og styrktaraðila deildarinnar en hann vinnur einnig við það hjá norska handboltasambandinu að sinna styrktaraðilum sambandsins með fyrirlestrarhaldi og kennslu.
24.02.2016
Aðalfundur júdódeildar Umf. Selfoss verður haldinn í Tíbrá miðvikudaginn 2. mars klukkan 20:00.Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál.Allir velkomnirJúdódeild Umf.
23.02.2016
Um komandi helgi fer fram stærsta hópfimleikamót á Íslandi frá upphafi en keppendur eru orðnir yfir 1.000. Fimleikadeild Selfoss sendir 15 lið til keppni eða rúmlega 160 keppendur.Dagskráin verður stíf frá morgni til kvölds og má búast við skemmtilegri keppni í öllum flokkum en margir eru að stíga sín fyrstu spor á keppnisgólfinu.
23.02.2016
Meistaramót Íslands fór fram í Laugardalshöll um liðna helgi og átti HSK/Selfoss tíu keppendur á mótinu. Niðurstaða helgarinnar var silfurverðlaun og bronsverðlaun auk átta persónlegra bætinga, fjögurra ársbætinga og þriggja HSK meta.Fjóla Signý Hannesdóttir, Selfossi, bætti sinn besta árangur á árinu í 60 m.
23.02.2016
WOW-mótið í hópfimleikum fór fram í Iðu á Selfossi síðastliðinn laugardag. Selfoss sendi tvö lið til keppni þ.e. blandað lið fullorðinna og 1.