30.10.2015
Stefán Ragnar Guðlaugsson skrifaði í dag undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild Selfoss og leikur því á ný með liðinu á næsta keppnistímabili.Stefán Ragnar er öllum hnútum kunnugur á Selfossvelli enda fæddur og uppalinn á Selfossi og lék m.a.
30.10.2015
Búið er að opna umsóknarsvæði Ferðasjóðs íþróttafélaga. Frestur til að skila inn umsóknum vegna keppnisferða innanlands á fyrirfram ákveðin styrkhæf mót á árinu 2015 rennur út á miðnætti mánudaginn 11.
30.10.2015
Líkt og undanfarin ár sýnir verðlagseftirlit ASÍ að æfingagjöld í knattspyrnu á Selfossi er með því allra lægsta á landinu.Þetta kemur Gunnari Rafni Borgþórssyni yfirþjálfara yngri flokka ekki á óvart og hann bætti við „Við erum ánægð með niðurstöðu sem við áður vissum en þrátt fyrir að vera með þetta lág æfingagjöld býður knattspyrnudeildin upp á vaktaðar rútuferðir í bestu æfingaaðstöðuna á Suðurlandi yfir vetrartímann í Hamarshöllinni í Hveragerði." Þetta er frábær þjónusta við íbúa á Selfossi þar sem lagt er upp úr metnaði og fagmennsku.Verðlagseftirlitið tók saman æfingagjöld í knattspyrnu hjá sextán íþróttafélögum víðsvegar um landið.
29.10.2015
Í byrjun október hélt nítján manna hópur Frískra Flóamanna í víking til Þýskalands til að taka þátt í Munchen-maraþoni sem fram fór 11.
29.10.2015
Þær Heiðdís Sigurjónsdóttir og Hrafnhildur Hauksdóttir, leikmenn Selfoss, æfa um helgina með úrtakshóp U19 kvenna.Þórður Þórðarson landsliðsþjálfari U19 kvenna hefur valið hóp til æfinga 30.
28.10.2015
Jón R. Bjarnason, bankastjóri Íslandsbanka á Selfossi handsalaði fyrir skömmu styrktarsamning við Fimleikadeild Umf. Selfoss.Íslandsbanki hefur um árabil verið aðalstyrktaraðili fimleikadeildarinnar og var samningurinn endurnýjaður í upphafi október.
28.10.2015
Dagný Brynjarsdóttir mun leika með Portland Thorns í bandarísku atvinnumannadeildinni í knattspyrnu á næstu leiktíð.Frá þessu var greint á vefsíðunni .Dagný þekkir vel í til í Bandaríkjunum eftir nám í Florida State háskólanum þar sem hún var fyrirliði í sigursælu liði skólans og einn besti leikmaður háskólaboltans á síðustu leiktíð.
28.10.2015
Liðin sem voru jöfn í 5. og 6.sæti Olísdeildarinnar mættust í íþróttahúsi Vallaskóla í kvöld.Margir sem áttu svona fyrirfram von á því að um jafnan leik yrði að ræða, svo var ekki. Valsliðið mun betra á flestum sviðum handboltans, allan fyrri hálfleikinn. Staðan í hálfleik 10-17 og lítið sem gladdi auga þeirra fjölmörgu áhorfenda sem leið sína lögðu í íþróttahúsið í kvöld.Eitthvað hefur MS hleðslan sem stelpurnar drukku í hálfleik haft að segja, nema það hafi verið hálfleiksræða þjálfara, því annað var að sjá til liðsins í seinni hálfleik og voru þær virkilega að leggja sig fram og flestar að berjast af krafti. Liðið náði að minnka muninn í eitt mark þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir, en náðu ekki að láta kné fylgja kviði og Valsstúlkur skoruðu síðustu mörkin og höfðu sigur á Selfossstúlkum 21-25.Í samtali við Hilmar Guðlaugsson annan af þjálfurum Selfoss mátti sjá að hann var ósáttur við spilamennsku liðsins, en hann sagði: „Fyrri hálfleikur var algjör skandall og varð okkur að falli í kvöld.
27.10.2015
Meistaraflokkur Selfoss mun ásamt liðum Íslands sem taka þátt á Norðurlandamótinu í hópfimleikum sýna á sem haldið verður á sunnudag hjá Stjörnunni í Ásgarði.
27.10.2015
Dagný Brynjarsdóttir og Guðmunda Brynja Óladóttir voru í eldlínunni með íslenska landsliðinu sem vann tvo örugga sigra í undankeppni EM 2017 í seinustu viku.Liðið vann og og er Ísland því með 9 stig eftir þrjá leiki eða fullt hús stiga.