Fréttir

Aaron Cook á Selfossi

Þetta má enginn áhugamaður um taekwondo láta framhjá sér fara. Einn allra besti íþróttamaður heimsins kíkir á klakann og heldur æfingabúðir á Selfossi.Aaron Cook einn allra besti taekwondomaður heimsins heldur æfingabúðir á Selfossi á laugardag.

Örn hlaut glæsilega kosningu í stjórn UMFÍ

Ný stjórn var kjörin á 49. sambandsþingi UMFÍ í Vík í Mýrdal um helgina. Selfyssingurinn Örn Guðnason hlaut glæsilega kosningu en hann fékk atkvæði 107 af þeim 111 fulltrúum sem tóku þátt í kosningunni.Á þinginu var Haukur Valtýsson kjörinn nýr formaður UMFÍ og tekur við af Helgu Guðrúnu Guðjónsdóttir formanni til seinustu átta ára.

Hanna markahæst Olísdeildar

Að loknum 6 umferðum í efstu deild handbolta kvenna Olísdeildinni er Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir markahæst. Hún hefur skorað 60 mörk í þessum leikjum sem gerir þá að meðaltali 10 mörk í leik, frábær árangur hjá henni.Selfossliðið er í 5.

Ódýrast að æfa handbolta á Selfossi

Fram kemur í verðlagseftirliti ASÍ að ódýrast er að æfa handbolta á Selfossi. ASÍ kannaði verð á gjaldskrám fyrir börn og ungmenni hjá sextán fjölmennustu handboltafélögum landsins fyrir veturinn 2015-2016.Borin voru saman æfingagjöld í fjórða, sjötta og áttunda flokki og má lesa úr könnuninni að samanlagt verð fyrir flokkana þrjá er lægst hjá Umf.

Skráning á haustmótið á Akranesi

Á formanna- og framkvæmdastjórafundi Fimleikasambands Íslands í haust voru þær nýjungar kynntar í tengslum við mót hjá FSÍ að félögin þurfa að greiða mótagjöld um leið og skráð er á mót.

Guggusund - ný námskeið hefjast 29. október

Ný námskeið í hefjast fimmtudaginn 29. október.Eftirfarandi hópar eru í boði: - Ungbarnasund fyrir 0-2 ára - Barnasund fyrir 2-4 ára - Sundnámskeið fyrir 4-6 ára - Sundskóli fyrir börn fædd 2010 og eldriSkráning á og í síma 848-1626Guðbjörg H.

Tap gegn Íslandsmeisturum

Selfossstelpur léku í dag gegn Íslandsmeisturum Gróttu í Olísdeildinni í handbolta. Þessi lið mættust í átta liða úrslitum Íslandsmótsins í fyrra þar sem Grótta hafði öruggan sigur í tveimur leikjum.Leikurinn í dag var hin prýðilegasta skemmtun og munurinn á liðunum framan af þetta 1-3 mörk, staðan eftir 15  mín t.a.m.

Flottur sigur Selfossdrengja !

Selfoss mætti liði HK í 1. deild karla í íþróttahúsi Vallaskóla í kvöld. Um var að ræða 5 umferð deildarinnar. Fyrir leikinn höfðu strákarnir unnið tvo og tapað tveimur leikjum í deildinni.Gaman var að sjá til liðsins í kvöld og óhætt að segja að það hafi sýnt margar sínar bestu hliðar fyrir framan fjölda áhorfenda í kvöld. Vörn og markvarsla var með allra besta móti og í sókninni dreifðist markaskorun vel á menn sem verður að teljast jákvætt fyrir framhaldið.Jafnt var á fyrstu tölum svona rétt á meðan Selfyssingar voru að slípa leik sinn, en síðan tóku okkar menn flest völd á vellinum og sigu hægt og öruggt framúr og leiddu 15-12 í hálfleik. Í síðari hálfleik voru strákarnir gríðarlega öflugir, gáfu engin grið og höfðu að lokum öruggan 30-24 sigur.Nánar er fjallað um leikinn á vef .Markaskorun: Alexander Már Egan 6 Örn Þrastarson 4 Teitur Örn Einarsson 4 Egidijus Mikalonis 4 Hergeir Grímsson 4 Árni Geir Hilmarsson 3 Andri Már Sveinsson 2 Guðjón Ágústsson 1 Árni Guðmundsson 1 Rúnar Hjálmarsson 1Birkir Fannar Bragason var með 18 varða bolta 50% markvörsluHelgi Hlynsson með tvo varða bolta þar af eitt víti og 33% markvörsluMM---Alexander Már Egan svífur inn úr horninu og skorar eitt af sex mörkum sínum í leiknum. Ljósmynd: Umf.

Hrafnhildur Hanna stóð fyrir sínu með landsliðinu

Íslenska landsliðið lék tvo erfiða leiki í undankeppni EM gegn Frakklandi og Þjóðverjum í seinustu viku.Fyrri leikurinn á útivelli gegn Frökkum tapaðist 17-27 þar sem Hanna skoraði eitt mark.Seinni leikurinn sem fram fór í Vodafonehöllinni á Hlíðarenda var áttundi landsleikur Hönnu sem hóf leik á bekknum meðan ekkert gekk hjá liðsfélögum hennar í upphafi leiks. Hún átti hins vegar flotta innkomu, sýndi mikið sjálfstraust og átti hvað mestan þátt í að Ísland jafnaði leikinn í 7-7.

Sambandsþing UMFÍ í Vík í Mýrdal

49. sambandsþing Ungmennafélags Íslands verður haldið í Vík í Mýrdal um helgina. Rétt til þingsetu eiga 140 fulltrúar frá 29 sambandsaðilum UMFÍ.