Fréttir

Spáð í spilin fyrir Íslandsmótið í handbolta

Spá þjálfara, fyrirliða og formanna liðanna sem taka þátt í Íslandsmótunum í handknattleik um röð liðanna var kynnt í seinustu viku á kynningarfundi deildanna.

Lokahóf knattspyrnudeildar

Lokahóf Knattspyrnudeildar Selfoss verður haldið í Hvítahúsinu laugardaginn 19. september.Þar fagna konur og karlar í meistaraflokki og 2.

Dagný í landsliðsverkefnum

Dagný Brynjarsdóttir leikmaður Selfoss er í íslenska landsliðshópnum sem sem mætir Slóvakíu í vináttuleik á Laugardalsvelli í dag, 17.

Bláa fjöðrin - Fjöður sem vegur þungt

Næstu daga munu eldri iðkendur handknattleiksdeildar Selfoss selja Bláu fjöðrina sem er landssöfnun á vegum Bláa naglans.Leikmenn munu standa vaktir í Bónus, Krónunni, Nettó, Húsasmiðjunni, Byko og Vínbúðinni á Selfossi frá miðvikudegi til laugardags auk þess sem gengið verður í hvert einasta hús á Selfossi á sunnudagskvöld og fólki boðið að kaupa „Fjöður sem vegur þungt".

Þrjár framlengja

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Elena Birgisdóttir og Sigrún Arna Brynjarsdóttir hafa allar framlengt samninga sína við handknattleiksdeild Selfoss til ársins 2017.Mikill fengur í þessum öflugu handboltastelpum fyrir deildina og sérstaklega ánægjulegt að þær skuli heita félaginu tryggð sína.

Sigur í fyrsta leik Selfyssinga

Stelpurnar okkar hófu leik í Olís-deildinni á laugardag þegar þær sóttu Hauka heim í Hafnarfirði. Leikurinn var spennandi fram á seinustu mínútu en okkar stelpur lönduðu sigri með því að skora tvö seinustu mörk leiksins.Haukar voru yfir í hálfleik 14-10 og það var ekki fyrr en um miðjan seinni hálfleik að getumunurinn á liðunum kom í ljós.

Besti árangur Selfoss frá upphafi

Stelpurnar okkar luku leik í Pepsi deildinni um helgina þegar þær tóku á móti Þór/KA í hreinum úrslitaleik um þriðja sæti deildarinnar.

Sæti í fyrstu deild tryggt

Um helgina tryggðu Selfyssingar sæti sitt í 1. deild að ári þrátt fyrir tap á heimavelli gegn Þór frá Akureyri. Leikurinn sem var hin besta skemmtun endaði 2-3 en á sama tíma tapaði Grótta sínum leik og féll um leið úr deildinni.Það var mikið fjör í fyrri hálfleik og landarnir Maniche og Fufura komu Selfyssingum í 2-1 eftir að Þórsarar komust yfir.

Guðmunda Brynja framlengir við Selfoss

Guðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliði kvennaliðs Selfoss í knattspyrnu, hefur gert nýjan tveggja ára samning við félagið.„Ég er mjög ánægð með að framlengja við Selfoss.

Selfoss Selfossmeistarar!

Keppt var um meistaratitil Selfoss í handbolta í íþróttahúsi Vallaskóla í kvöld, saman leiddu hesta sína Umf. Selfoss og Íþróttafélagið Mílan.