24.03.2014
Sunnudaginn 23. mars var haldið Íslandsmeistaramót TKÍ í íþróttahúsinu Iðu á Selfossi.Taekwondodeild Selfoss telfdi fram 18 keppendum, 12 ára og eldri, sem stóðu sig hreint frábærlega í öllum flokkum.Þar ber fyrst að nefna yfirþjálfara deildarinnar, Daníel Jens Pétursson, sem átti frábæra endurkomu eftir krossbandaslit fyrir ári síðan.
22.03.2014
Stelpurnar í mfl. kvenna hafa lokið þátttöku sinni í Olísdeildinni eftir leikinn í dag á móti Fylki. Leikurinn var erfiður og Selfoss alltaf skrefi á eftir Fylki.
21.03.2014
Selfoss átti flottan leik á móti Stjörnunni í kvöld. Stjarnan leiddi í upphafi leiks en Selfyssingar tóku fljótt við sér með og jöfnuðu leikinn. Góð barátta var hjá báðum liðum. Sebastian byrjaði í markinu og var búinn að loka því vel þegar hann meiddist illa og kom ekki meira við sögu. Sverrir Andrésson tók hans stöðu og varði vel fyrir aftan góða vörn Selfoss. Seinni hluta fyrri hálfleiks náði Selfoss mest fjögurra marka forystu en leiddi 15-13 þegar blásið var til leikhlés. Selfoss byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og náði mest átta marka forystu í stöðunni 28-20. Munaði þar mestu um frábæran varnarleik, góða markvörslu og agaðan sóknarleik liðsins.
21.03.2014
Það var troðfull stúkan í Iðu á laugardaginn þegar Nettómótið í hópfimleikum fór fram. Mótið er fyrir keppendur á aldrinum 7-14 ára sem eru að stíga sín fyrstu spor í keppni.Alls tóku 18 lið þátt í mótinu í tveimur aldursflokkum.
20.03.2014
Aðalfundur Taekwondodeildar Umf. Selfoss verður haldin í Tíbrá fimmtudaginn 27. mars klukkan 19:00.Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.Allir velkomnirTaekwondodeild Umf.
20.03.2014
Bikarmót Fimleikasambands Íslands í hópfimleikum fór fram fyrir fullu húsi í íþróttahúsinu Iðu á Selfossi laugardaginn 15. mars.Helstu úrslit urðu að Gerpla varð bikarmeistari í meistaraflokki kvenna, lið Stjörnunnar varð í öðru sæti og lið Selfossstúlkna í því þriðja. Í flokki mix kepptu tvö lið og hafði blandað lið Gerplu betur gegn blönduðu liði Stjörnunnar.
19.03.2014
Knattspyrnulið Selfoss léku hvort sinn leikinn í Lengjubikarkeppninn í seinustu viku.Eftir markalausan fyrri hálfleik laut kvennalið Selfoss í gervigras gegn Breiðabliki í A-deild Lengjubikarsins í Fífunni.
19.03.2014
Tinna Soffía Traustadóttir hefur samið við Selfoss um áframhaldandi samning til tveggja ára. Tinna Soffía hefur verið einn af burðarásum meistaraflokks kvenna síðan að hann var endurvakinn og hefur hún leikið 40 leiki fyrir Selfoss í efstu deild.Mikil ánægja er innan félagsins að hafa tryggt Tinnu Soffíu áfram næstu tvö árin og er það liður í áframhaldandi uppbyggingu Selfoss á starfi kvennahandboltans.
19.03.2014
Aðalfundur Fimleikadeildar Umf. Selfoss verður haldin í Tíbrá miðvikudaginn 26. mars klukkan 20:00.Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.Allir velkomnirFimleikadeild Umf.
18.03.2014
Frjálsíþróttadeild Umf. Selfoss, eigandi og framkvæmdaraðili Brúarhlaups Selfoss, hefur ákveðið að færa hlaupið frá hefðbundinni dagsetningu, fyrsta laugardag í september, til laugardagsins 9.