Fréttir

Guðmundur Axel í U17 ára landslið Íslands

Þorlákur Árnason hefur valið hóp sem fer til Hvíta Rússlands í lok janúar og tekur þar þátt í æfingamóti.Mótið er liður í undirbúningi liðsins fyrir milliriðla í undankeppni EM 2018.Mótið fer fram í Hvíta Rússlandi dagana 21.-28.

Þjálfararáðstefna Árborgar 2017-2018

Þjálfararáðstefna Árborgar verður haldin í Selinu á Selfossi föstudaginn 5. og laugardaginn 6. janúar 2018. Þema ráðstefnunnar í ár er samstíga til árangurs.Á ráðstefnuna er boðið öllum þjálfurum sem starfa á sambandssvæði HSK og eru yfir 18 ára aldri. Mikil áhersla er lögð á það af vegum Sveitarfélagsins Árborgar að allir þjálfarar í sveitarfélaginu mæti á ráðstefnuna. En rétt er að geta þess að ráðstefnan er öllum opin þó sérstök áhersla sé lögð að sunnlenska þjálfara.Þátttökugjald á ráðstefnuna er kr.

Unnu 55" led sjónvarp í jólahappadrættinu

Miðvikudaginn 20. desember síðastliðinn var dregið í jólahappadrætti unglingaráðs knattspyrnudeildar Selfoss. Aðalvinningurinn, 55“  led sjónvarp frá Árvirkjanum, kom á miða númer 322 sem er í eigu Ólafs J Óskarssonar og Öddu Hrannar Hermannsdóttir.

Nýr samningur við Hótel Selfoss

Handknattleiksdeild Umf. Selfoss og Hótel Selfoss skrifuðu á dögunum undir nýjan samstarfssamning en Hótel Selfoss hefur verið einn af stærri styrktaraðilum handknattleiksdeildarinnar undanfarin ár.Mikil ánægja er með nýjan samning og hefur samstarf við hótelið ávallt verið gott og farsælt. Mynd: Jón Birgir og Þorsteinn Rúnar frá handknattleiksdeildinni ásamt Ragnari Bogasyni, hótelstjóra og Helgu Guðnýju, starfsmanni hótelsins.

Hátíðahöld á þrettándanum

Jólin verða kvödd á Selfossi með glæsilegri þrettándagleði laugardaginn 6. janúar. Gleðin verður með hefðbundnu sniði og sér Ungmennafélag Selfoss um framkvæmdina.

Nýárskveðja frá Ungmennafélagi Selfoss

Stjórnir og starfsfólk Ungmennafélags Selfoss senda Selfyssingum öllum nær og fjær hugheilar óskir um farsæld á nýju ári og þakka samstarfið á liðnu ári.Við hlökkum til komandi árs og þeirra tækifæri sem það ber í skauti sér.