14.05.2019
Selfoss vann fyrsta leik sinn gegn Haukum í Schenkerhöllinni í úrslitaeinvíginu og er því komið 1-0 yfir. Leikurinn endaði 22-27 Selfoss í vil.Haukar höfðu frumkvæðið á upphafsmínútunum en um miðjan fyrri hálfleikinn náðu Selfyssingar frábærum 1-6 kafla þar sem þeir breyttu stöðunni úr 5-3 í 6-8.
14.05.2019
Það er ljóst að Selfyssingar munu keppa við Hauka um Íslandsmeistaratitilinn eftir að Haukar unnu ÍBV í oddaleik á laugardaginn. Haukarnir enduðu í fyrsta sæti í deildinni og eiga því heimavallaréttinn í einvíginu.
13.05.2019
Æfingar hefjast hjá okkur í lok maí, þær verða með svipuðu sniði og undarfarin ár, það verður skipt í eldri og yngri hóp.Guðbjartur Magnússon mun kenna eldri hópnum, og verða þær æfingar mánudaga og miðvikudaga frá kl.18:30-20.30.
13.05.2019
Selfoss náði í sín fyrstu stig í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu í kvöld þegar liðið sótti HK/Víking heim í Kórinn í Kópavogi.
13.05.2019
Um helgina fór fram 6.flokks mót á Akureyri. Þar vann 6. flokkur kvenna eldri alla sína leiki og eru þar með komnar í efstu deild. Aldeilis flottur árangur hjá stelpunum fyrir norðan.Áfram Selfoss!.
12.05.2019
Dagana 11. - 12. maí fór seinni hluti Íslandsmóts unglinga fram, í umsjá Aftureldingar í Mosfellsbæ. Selfoss átti 2 lið sem kepptu á laugardeginum, eitt lið í 3.
10.05.2019
Eins og áður hefur komið fram var handknattleiksdeildar Selfoss í lok apríl. Féll fyrsti vinningur, folatollur frá Auðsholtshjáleigu, í skaut Þóreyjar Jónasdóttur frá Haukadal.Fjöldi vinninga er ósóttur en hægt er að vitja vinninga á skrifstofu félagsins í Tíbrá á skrifstofutíma.Það var Alexander Már Egan sem afhenti Þóreyju vinninginn í Hleðsluhöllinni.
Ljósmynd: Umf.
08.05.2019
74. Íþróttaþing Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands var haldið í Reykjavík um síðustu helgi. Þingfulltrúar voru vel á annað hundrað fulltrúa af öllu landinu.
07.05.2019
Selfoss mætti Valsmönnum í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmótsins í troðfullri Hleðsluhöll í kvöld. Leiknum lauk með sigri Selfoss, 31-32. Einvíginu er því lokið með 3-0 sigri Selfyssinga og strákarnir eru komnir í úrslit Íslandsmótsins í fyrsta sinn síðan 1992!Fyrri hálfleikur fór af stað með fullri ferð eins og hinir leikrnir í þessari seríu. Liðin skiptust á að halda forystunni en munurinn aldrei meiri en tvö mörk og jafnt á flestum tölum. Þegar nokkrar mínútur voru eftir af hálfleiknum þá tóku Selfyssingar áhlaup á Valsara sem misstu einbeitinguna, staðan í hálfleik 17-14.Síðari hálfleikur byrjar í jafnvægi, Selfyssingar héldu forskotinu í 2-3 mörkum þar til 10 mínútur voru eftir af leiknum. Þá stigu heimamenn á bensíngjöfina og komu forystunni upp í 5 mörk. Valsmenn virtust missa trúna á sigri í þessum leik á sama tíma. Það breytti því þó ekki að Valsmenn skoruðu 3 mörk í röð og minnkuðu muninn í 28-26 og hefðu getað bætt við einu marki í viðbót. Það var of lítið og of seint og Selfyssingar lokuðu þessum leik með nokkuð traustvekjandi hætti.Mörk Selfoss: Elvar Örn Jónsson 6/3, Hergeir Grímsson 5, Árni Steinn Steinþórsson 4, Haukur Þrastarson 4, Nökkvi Dan Elliðason 3, Guðni Ingvarsson 3, Atli Ævar Ingólfsson 2, Alexander Már Egan 1.Varin skot: Pawel Kiepulski 8 (32%), Sölvi Ólafsson 1 (10%).Nánar er fjallað um leikinn á og og .Eins og áður segir, þá eru strákarnir komnir í úrslit Íslandsmótsins. Þar mun Selfoss mæta sigurvegurum í einvígi Hauka og ÍBV, staðan í því einvígi er 2-1 fyrir Haukum.
04.05.2019
Selfoss mætti Valsmönnum í öðrum leik liðanna í undanúrslitum íslandsmótsins á Hlíðarenda í kvöld. Fjórði leikur Selfyssinga í úrslitakeppninni og fjórði eins marks sigurinn, 31-32.Leikurinn byrjaði á miklum hraða, mikið skorað markverðirnar að verja vel og Valur náði frumkvæðinu. Selfoss vann sig inn í leikinn og við það minnkaði hraðinn og Selfyssingar náðu frumkvæðinu í leik sem þó hélt áfram að vera jafn. Selfyssingar leiddu með einu marki í hálfleik, 15-16.Í síðari hálfleik hélt Selfoss áfram að halda forustunni og bættu heldur í. Værð kom yfir menn þegar Selfoss gátu aukið forskot sitt í 4 mörk og Valur breytti stöðunni úr 15-18 yfir í 19-18. Patrekur tók leikhlé og skerpti á sínum mönnum sem komust aftur á rétta braut og sigldu heim eins marks sigri í leik þar sem munurinn varð aldrei aftur yfir 2 mörk. Lokastaðan 31-32. Mörk Selfoss: Elvar Örn Jónsson 8/2, Haukur Þrastarson 6, Hergeir Grímsson 6, Árni Steinn Steinþórsson 5, Alexander Már Egan 4, Guðni Ingvarsson 2, Atli Ævar Ingólfsson 1.Varin skot: Sölvi Ólafsson 13 (30%).Nánar er fjallað um leikinn á og og .Leikur þrjú fer fram í Hleðsluhöllinni á mánudagskvöld kl 19:30.