Fréttir

Jafntefli í toppslagnum

Kvennalið Selfoss gerði 0-0 jafntefli við Þrótt R. á útivelli í gær. Selfoss var sterkari aðilinn í leiknum en tókst ekki að skora. Nánar er fjallað um leikinn á vef . Með stiginu komst Þróttur í fyrsta sæti með 19 stig en Selfoss er með 17 stig í þriðja sæti.

MÍ | Kristinn Þór og Guðrún Heiða Íslandsmeistarar

Helgina 8.-9. júlí sl. fór aðalhluti Meistaramóts Íslands (MÍ) í frjálsíþróttum fram á Selfossi. Um 200 keppendur voru skráðir til leiks sem er með því mesta sem gerist.

Strákarnir í Svíþjóð

Strákarnir í 4. flokki fóru í frábæra ferð á í seinustu viku. Þrjú lið frá Selfossi tóku þátt, 28 drengir voru með í för, tveir þjálfarar og þrír farastjórar.

Svekkjandi jafntefli

Annan leikinn í röð gerðu Selfyssingar svekkjandi jafntefli gegn liði í toppbaráttu Inkasso-deildarinnar í knattspyrnu. Þróttur R kom í heimsókn á Selfoss á föstudag. Selfyssingar voru sterkari í fyrri hálfleik en það voru Þróttarar sem voru fyrri til að skora.

Stelpurnar á Spáni

Stelpurnar í 3. flokki hjá Selfossi tóku þátt í sem haldið var í Salou á Spáni í síðustu viku. Flogið var til Barcelona og þaðan brunað til Salou þar sem liðið gisti meðan á mótinu stóð.Auk þess að spila fótbolta var farið í skemmtiferðir og má nefna að leikvöllur Barcelona, Camp Nou var heimsóttur, farið var í tívolí og sundlaugagarð og rölt um Barcelonaborg þar sem að sjálfsögðu var kíkt inn í nokkrar verslanir.Mótið var vel skipulagt í alla staði og komu stelpurnar vel stemmdar til leiks.

Íþrótta- og útivistarklúbburinn – Nýtt námskeið

Nýtt tveggja vikna námskeið í , sem er fyrir öll börn fædd 2007-2011, hefst á mánudag en klúbburinn býður upp á fjölbreytt og skemmtileg sumaranámskeið fyrir hressa krakka.Námskeiðið hefst mánudaginn 10.

Kvennalandsliðið í knattspyrnu æfir á JÁVERK-vellinum

Helgina 7.-9. júlí mun kvennalandslið Íslands koma á Selfoss og hefja lokaundirbúning sinn fyrir EM í Hollandi.Liðið mun æfa á JÁVERK-vellinum og býður stuðningsmönnum sínum að hitta liðið að lokinni æfingu, föstudaginn 7.

Skrifstofa Umf. Selfoss lokuð

Vegna sumarleyfa verður skrifstofa Umf. Selfoss lokuð frá 6. til 7. júlí og aftur vikuna 24. til 28. júlí.

Selfyssingar fyrir Ísland

Handknattleiksdeild er svo lánsöm að eiga mikið af ungu efnilegu og jafnvel góðu fólki sem hefur verið valið til keppni fyrir Íslands hönd á hinum ýmsustu mótum í sumar.

Fáheyrðir yfirburðir á MÍ 11-14 ára

HSK/SELFOSS sendi öflugt lið til keppni á Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum sem haldið var í Kópavogi 24.-25. júní. Við vorum með langflesta keppendur á mótinu enda fór það svo að liðið stóð uppi sem sigurvegari í heildarstigakeppninni með 1.301 stig en næsta félag var með 377 stig.Einnig er keppt til verðlauna fyrir hvern flokk fyrir sig og er skemmst frá því að segja að af átta mögulegum unnum við sjö flokka, 11 ára stráka og stelpur, 12 ára stráka og stelpur, 13 ára stráka og 14 ára stráka og stelpur.