22.06.2017
Stór hópur knattspyrnukvenna í 5. flokki á Selfossi tók þátt á Pæjumótinu í Vestmannaeyjum í síðustu viku en mótinu lauk á þjóðhátíðardaginn.
20.06.2017
Héraðsmót HSK í sundi var haldið í Hveragerði 6. júní 2017 sl. og mættu keppendur frá þremur félögum til leiks.Úrslit í stigakeppni mótsins urðu þau að Hamar vann með 94 stig, Selfoss varð í öðru með 79 stig og Dímon hlaut 7 stig.Bestu afrek samkvæmt stigatöflu FINA unnu Dagbjartur Kristjánsson Hamri fyrir 50 m skriðsund 28,40 sek gefur 399 stig og Elísabet Helga Halldórsdóttir Selfossi fyrir 50 m skriðsund 35,46 sek gefur 287 stig.Bikar fyrir þrjú stigahæstu sundin hlutu þau Dagbjartur með 18 stig og Sunneva María Pétursdóttir Austra, einnig með 18 stig.
20.06.2017
Aldursflokkamót 11-14 ára og héraðsleikar HSK 10 ára og yngri í frjálsum íþróttum fóru fram samhliða sunnudaginn 11. júní í Þorlákshöfn.
19.06.2017
Kristinn Þór Kristinsson, Umf. Selfoss, hefur verið valinn í íslenska landsliðið í frjálsum íþróttum sem keppir í Evrópukeppni landsliða í Tel Aviv í Ísrael 24.-25.
19.06.2017
Selfoss vann afar mikilvægan sigur í Inkasso-deildinni þegar Leikni frá Fáskrúðsfirði kom í heimsókn í gær. Það bar til tíðinda að þjálfarar Selfyssinga gerðu sex breytingar á byrjunarliðinu frá því í seinustu umferð.Að loknum tíðindalitlum fyrri hálfleik færðist fjör í leikinn í þeim síðar.
19.06.2017
Fjórir efnilegir handboltamenn frá Selfossi vörðu seinustu viku með U-15 ára landsliði Íslands við. Þeir spiluðu m.a. æfingaleik í risahöllinni Gigantium en það er einnig heimavöllur Selfyssingsins Janusar Daða Smárasonar.Strákarnir sem heita Tryggvi Þórisson, Ísak Gústafsson, Reynir Freyr Sveinsson og Vilhelm Freyr Steindórsson stóðu sig gríðarlega vel og voru félagi sínu og þjóð til mikils sóma.Fimmti Selfyssingurinn, Örn Þrastarson, var í þjálfarateymi liðsins.öþ/gj---Strákarnir f.v.
16.06.2017
Handknattleiksdeild Selfoss verður með handboltaskóla í sumar eins og undanfarin ár. Það verða tvær vikur í boði í ár það eru vikurnar 19.-23.
16.06.2017
Selfoss vann stórsigur á ÍA í 1. deild kvenna í knattspyrnu í gær. Lokatölur 1-5 í frábærum leik stelpnanna okkar.Selfoss byrjaði með ótrúlegum látum upp á Skaga og var staðan orðin 4-0 eftir 21 mínútu.
15.06.2017
Selfyssingarnir Guðjón Baldur Ómarsson og Haukur Þrastarson voru á dögunum valdir í verkefni á vegum .Guðjón Baldur var valinn ì liðið sem keppir á Opna Evrópumótinu í Sviþjóð í byrjun júlí og Haukur var valinn í liðið sem keppir á Ólympíumóti æskunnar í Ungverjalandi í lok júlí.Sitt hvor hópurinn verður sendur á mótin með von um að skapa sem mesta breidd í aldurshópnum.