Fréttir

Dagný meistari í Þýskalandi

Dagný Brynj­ars­dótt­ir, fyrrum leikmaður Selfoss, varð um helgina þýsk­ur meist­ari í knatt­spyrnu með liði sínu FC Bayern München og er þetta er í fyrsta sinn sem ís­lensk kona verður þýsk­ur meist­ari í knatt­spyrnu.Dagný byrjaði á vara­manna­bekkn­um í dag en kom inn í síðari hálfleik þegar um tíu mín­út­ur voru til leiks­loka.

Öruggur sigur í fyrsta leik strákanna

Selfoss tók á móti BÍ/Bolungarvík á laugardag í fyrstu umferð 1. deildar karla og vann frækinn sigur 2-0. Bæði lið reyndu sitt besta að spila góðan fótbolta í þessum fyrsta leik sumarsins.Leikurinn fór vel af stað og náðu okkar menn að skapa sér nokkur ákjósanleg marktækifæri.

Fimleikadeildin leitar eftir yfirþjálfara elsta stigs

Fimleikadeild Selfoss óskar eftir að ráða yfirþjálfara elsta stigs hópfimleika. Á elsta stigi eru þeir hópar sem eru í öðrum, fyrsta og meistaraflokki.

Úrslit í fjórða Grýlupottahlaupinu 2015

Tæplega 150 hlauparar luku fjórða Grýlupottahlaupi ársins 2015 sem fór fram á Selfossvelli laugardaginn 9. maí. Besta tímann hjá stelpunum átti Harpa Svansdóttir sem hljóp á 3:10 mín en Benedikt Fadel Farag átti besta tímann hjá strákunum, 2:51 mín.Hlaupaleiðin er sú sama og í fyrra og vegalengdin rúmir 850 metrar.Úrslit úr hlaupinu má finna á fréttavefnum  með því að smella á hlekkina hér fyrir neðan.Myndir úr öðru hlaupi ársins má finna á .Fimmta hlaup ársins fer fram nk. laugardag 16.

Skráning í frjálsíþróttaskóla UMFÍ í fullum gangi

verður haldinn á Selfossi dagana 28. júní til 2. júlí næstkomandi og er það í sjötta skipti sem skólinn er í umsjá HSK.Frjálsíþróttaskólinn er ætlaður ungmennum á aldrinum 11 – 18 ára.

Knattspyrnuskóli Coerver á Selfossi 15.-17. maí

Knattspyrnudeild Selfoss í samstafi við Coerver Coaching bjóða upp á knattspyrnuskóla Coerver á Selfossi helgina 15.-17. maí nk. Þetta verður í fyrsta skipti sem boðið er upp á námskeiðið á Selfossi. Námskeiðið er fyrir alla iðkendur í 3.-6.

Lokahóf akademíu

Lokahóf handknattleiksakademíu Selfoss og 3. flokks kvenna og karla var haldið í Tíbrá mánudag 4. maí síðastliðinn. Þangað var boðið öllum leikmönnum 3.

Úrslit í þriðja Grýlupottahlaupinu 2015

Nærri 150 hlauparar luku þriðja Grýlupottahlaupi ársins 2015 fór fram á Selfossvelli laugardaginn 2. maí. Með hækkandi sól og hitastigi fjölgar þátttakendum í þessu skemmtilega hlaupi. Besta tímann hjá stelpunum áttu Emilía Sól Guðmundsdóttir og Þórhildur Arnarsdóttir sem hlupu á 3:47 mín og hjá strákunum rann Teitur Örn Einarsson skeiðið hraðast á 2:28 mín.Hlaupaleiðinni er sú sama og í fyrra og vegalengdin rúmir 850 metrar.Úrslit úr hlaupinu má finna á fréttavefnum  með því að smella á hlekkina hér fyrir neðan.Myndir úr öðru hlaupi ársins má finna á .Fjórða hlaup ársins fer fram nk. laugardag 9.

Fræðslu- og verkefnasjóður UMFÍ

Umsóknarfrestur til að sækja um styrki úr hefur verið framlengdur til 15. maí 2015. Umsóknum skal skilað rafrænt á þar til gerðum sem er að finna inn á heimasíðu UMFÍ.Sjóðurinn veitir m.a.að styrki til félags- og íþróttastarf ungmennafélagshreyfingarinnar með því að auka menntun og þekkingu félaga innan hreyfingarinnar á íþróttagreinum, þjálfun, í félagsmálum og félagsstarfi.Rétt til styrkveitingar úr sjóðnum eiga allir félagar í ungmennafélögum sem eru virkir í starfi og hafa uppáskrift síns félags eða sambands til að afla sér aukinnar þekkingar á sínu sérsviði sem gæti nýst viðkomandi félagi, sambandi og ungmennafélagshreyfingunni í heild.Einnig eiga stjórn og nefndir UMFÍ, héraðssambönd, ungmennafélög og deildir innan þeirra rétt á að sækja um styrk úr sjóðnum.

Lárus Blöndal kjörinn forseti ÍSÍ

72. Íþróttaþing Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands var haldið í Gullhömrum í Grafarholti 17. og 18. apríl sl. Góð mætin var á þingið, en 198 fulltrúar áttu rétt til setu á þinginu.