15.04.2015
Grýlupottahlaup Selfoss 2015 hefst laugardaginn 18. apríl næstkomandi. Er þetta í fertugasta og sjötta skipti sem hlaupið er haldið.Grýlupottahlaupið er 850 metra langt.
15.04.2015
Föstudaginn 17. apríl stendur Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands fyrir ráðstefnu um íþróttir barna og unglinga og verður ráðstefnan haldin í Laugarásbíói, hefst kl.11 og stendur til kl.14:30.
14.04.2015
Íslandsmótið í hópfimleikum fer fram í Ásgarði í Garðabæ föstudaginn 17. apríl og laugardaginn 18. apríl verður keppt í úrslitum á áhöldum.Á föstudeginum býður fimleikadeildin uppá fríar sætaferðir á mótið en mótið hefst klukkan 16:55.
14.04.2015
Eftir tvo leiki á móti Fjölni í umspili um laust sæti í úrvalsdeild er staðan 1-1. Bæði lið hafa unnið einn leik og verður því um hreinan úrslitaleik að ræða í þriðja leik liðanna um það hvort liðið heldur áfram.Selfyssingar töpuðu fyrsta leik liðanna 28-25.
13.04.2015
Ævintýri meistaraflokks kvenna er lokið þetta tímabil, eftir tap í tveimur leikjum á móti Gróttu í úrslitakeppninni um Íslandsmeistaratitilinn.
12.04.2015
Hafsteinn Þorvaldsson, heiðursfélagi Ungmennafélags Selfoss, er látinn 83 ára að aldri en ungur í anda. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfoss 26.
10.04.2015
Þremenningarnir úr leikmannahópi Selfoss sem léku með U19 landsliði Íslands sem léku í milliriðli EM 4.-9. apríl luku leik í gær en þetta voru þær Heiðdís Sigurjónsdóttir, Erna Guðjónsdóttir og Hrafnhildur Hauksdóttir sem var fyrirliði liðsins í öllum leikjunum.Liðið tapaði fyrsta leik sínum gegn og einnig gegn.
09.04.2015
Skrifstofa Umf. Selfoss verður lokuð frá kl. 12 föstudaginn 10. apríl vegna jarðarfarar Hafsteins Þorvaldssonar heiðursfélaga félagsins.
09.04.2015
Aðalfundur Handknattleiksdeildar Umf. Selfoss fór fram í Tíbrá fimmtudaginn 26. mars. Þar bar helst til tíðinda að Lúðvík Ólason var kjörinn nýr formaður deildarinnar en hann tekur við embættinu af Þorsteini Rúnari Ásgeirssyni, sem situr áfram í stjórninni sem gjaldkeri.
08.04.2015
Í tilefni af því að úrslitakeppnin í handbolta er hafin og knattspyrnusumarið er handan við hornið langar okkur að vekja athygli á fánadögum Ungmennafélags Selfoss.Umf. Selfoss langar í samstarfi við fyrirtæki og einstaklinga á Selfossi að skapa góða og skemmtilega „Flöggum fyrir Selfossi“ stemningu í bænum þegar meistaraflokkar okkar í handbolta og knattspyrnu keppa á heimavelli sem og þegar stærri viðburðir á vegum allra deilda félagsins fara fram. Við bjóðum öllum fyrirtækjum og einstaklingum á Selfossi að taka þátt með því að kaupa sérstakan ÁFRAM SELFOSS fána á kr.