04.05.2015
Landsbankamótið í handbolta fór fram helgina 24.-26. apríl en á mótinu kepptu 873 keppendur í 7. flokki drengja og stúlkna í 179 liðum frá 17 félögum auk þess sem fjöldi þjálfara og foreldra tók þátt en gera má ráð fyrir að vel yfir 2.000 manns hafi sótt Selfoss heim um helgina gagngert vegna mótsins.Spilaðir voru rúmlega 500 handboltaleikir á sex völlum í íþróttahúsi Vallaskóla og Iðu frá föstudegi til sunnudag.
02.05.2015
Stelpurnar okkar í 3. flokki mættu Fylki í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta í Kaplakrika í gær.Það var á brattann að sækja fyrir okkar stelpur strax frá upphafi leiks og réðu þær afar illa við mann leiksins, Theu Imani Sturludóttur, sem skoraði helming marka Fylkis í leiknum.
01.05.2015
Héraðsmót HSK í sundi verður haldið í Hveragerði þriðjudaginn 12. maí 2015. Upphitunhefst kl. 17:15 og keppni kl. 18:00. Skráningar skulu berast á skrifstofu HSK í síðasta lagi kl.
01.05.2015
Aðalfundur Frjálsíþróttaráðs HSK verður haldinn í Selinu á Selfossi miðvikudaginn 6. maí nk. kl. 20:00. Til aðalfundar er boðið fulltrúum frá aðildarfélögum Frjálsíþróttaráðs HSK og stjórn HSK.
30.04.2015
Minningarmótið um Magnús Arnar Garðarsson verður haldið í íþróttahúsi Vallaskóla sunnudaginn 3. maí. Minningarmótið er árlegur viðburður hjá deildinni og nota iðkendur mótið sem undirbúning fyrir síðasta mót vetrarins en það er í ár vormót FSÍ sem haldið verður á Egilsstöðum.
29.04.2015
Strákarnir á eldra ári í 6. flokki fóru með þrjú lið á Akureyri um seinustu helgi. Öll liðin léku frábærlega og urðu Selfoss 1 og Selfoss 2 deildarmeistarar.
28.04.2015
Frábær þátttaka var í öðru Grýlupottahlaupi ársins 2015 fór fram á Selfossvelli laugardaginn 25. apríl. Þátttakendur voru 154 sem er töluverð fjölgun frá fyrsta hlaupi ársins. Vonandi verður framhald á góðri mætingu og að hitastigið hækki eftir því sem líður á vorið.
Besta tímann hjá stelpunum átti Harpa Svansdóttir, 3:11 mín og hjá strákunum var það Teitur Örn Einarsson sem hljóp á 2:33 mín.Hlaupaleiðinni er sú sama og í fyrra og vegalengdin rúmir 850 metrar.Úrslit úr hlaupinu má finna á fréttavefnum með því að smella á hlekkina hér fyrir neðan.Myndir úr hlaupinu má finna á .Þriðja hlaup ársins fer fram nk. laugardag 2.
28.04.2015
Íslandsmót Seniora 15 ára og eldri var haldið laugardaginn 25. apríl í Laugardalshöll. Júdódeild Selfoss sendi fimm júdókappa og allir náðu þeir á verðlaunapall.Þór Davíðsson varð Íslandsmeistari í -90 kg flokki sem var gífurlega jafn og sterkur flokkur.
27.04.2015
Sunddeild Selfoss heldur innanfélagsmót í Sundhöll Selfoss þriðjudaginn 28. apríl. Upphitun hefst kl 18.10 og mótið verður sett kl 18.30.Keppt er í öllum aldurshópum og verða þátttökuverðlaun veitt 10 ára og yngri en viðurkenningar fyrir fyrsta, annað og þriðja sæti fyrir þau eldri.Gert er ráð fyrir að mótið standi í tvo tíma.
27.04.2015
Stelpurnar í 3. flokki spiluðu við KA/Þór í undanúrslitum Íslandsmótsins í handbolta í gær, sunnudag. Vitað var að um erfiðan leik yrði að ræða enda höfðu þessi lið háð spennandi leiki í þrígang áður í vetur.Jafnræði var með liðum framan af en stelpurnar okkar þó með 1-2 marka forystu, spiluðu sína þekktu góðu vörn og með trausta markvörslu fyrir aftan sig.