Fréttir

Morgunnámskeið akademíunnar

Það er glæsilegur hópur ungra knattspyrnuiðkenda sem hefur mætt á morgunæfingar á vegum Knattspyrnuakademíunnar seinustu vikur. Glæsilegir krakkar sem leggja mikið á sig til að taka framförum í sinni íþrótt.

Tap gegn deildarmeisturunum í fyrsta leik

Selfyssingar lágu fyrir deildar- og bikarmeisturum Gróttu í fyrsta leik átta liða úrslita Olís-deildarinnar á Seltjarnarnesi í kvöld.Jafnræði var með liðunum fyrri hluta fyrri hálfleiks en Grótta náði góðum kafla um miðbik hálfleiksins og náði fjögurra marka forystu og leiddi í hálfleik 14:10.Munurinn jókst enn frekar í upphafi seinni hálfleiks og þegar hann var hálfnaður var Grótta komin með tíu marka forskot.

Þrír Selfyssingar til Frakklands

Þrír leikmenn Selfoss eru í U19 landsliði Íslands sem leikur í milliriðli EM, dagana 4.-9. apríl. Þetta eru f.v. Heiðdís Sigurjónsdóttir, Erna Guðjónsdóttir og Hrafnhildur Hauksdóttir.

Gumma breytti gangi leiksins

Guðmunda Brynja Óladóttir var í sigurliði Íslands sem lagði Holland í æfingaleik A-landsliða kvenna í knattspyrnu í Kórnum í Kópavogi í gær.Gummu var skipt inn á völlinn á 70.

Stórsigur á Þrótti

Meistaraflokkur karla sigraði Þrótt nokkuð auðveldlega í síðasta leik deildarinnar. Selfoss byrjaði leikinn strax af krafti og voru komnir með góða forystu í upphafi leiks.

Hrafnhildur Hanna heiðruð fyrir frábæran árangur

Hrafnhildi Hönnu var færð viðurkenning frá Handknattleiksdeild Selfoss í síðustu viku. Þessi frábæri íþróttamaður og fyrirmynd hefur spilað með A-landsliði Íslands nú í vetur ásamt því að vera markahæsti leikmaður Olís deildar kvenna með 159 mörk í deildinni.Stjórn deildarinnar óskar Hönnu innilega til hamingju með frábæran árangur og er stolt af því að hafa svo glæsilegan fulltrúa innan sinna raða.Mynd: Hrafnhildur Hanna með viðurkenningu frá Handknattleiksdeildinni fyrir frábæran árangur í vetur.

Stelpurnar í úrslit í Olís deildinni

Meistaraflokkur kvenna er kominn í úrslit í Olís deildinni, þrátt fyrir tap á móti Val í síðasta deildarleik liðsins. Það var á brattan að sækja allan leikinn og leiddi Valur í hálfleik, 12-7.

Sameiginleg æfing meistaraflokka í fimleikum og knattspyrnu

Laugardaginn 21. mars buðu stelpurnar í meistaraflokki í fimleikum stelpunum í meistaraflokki í knattspyrnu til sín á æfingu. Stelpurnar tóku góða upphitun, fimleikastöðvar og dönsuðu svo saman í lokin.

Úrslitakeppni og umspil

Nú þegar lokaumferðum deildarkeppninnar í handbolta er lokið liggur fyrir hvaða liðum Selfyssingar mæta í fyrstu einvígjum úrslitakeppni Olís-deildar kvenna og umspili um laust sæti í Olís-deild karla.Selfoss hefur leik í úrslitakeppni Olís-deildar kvenna gegn Gróttu mánudaginn 6.

Góður árangur á vormóti JSÍ

Selfyssingar unnu til fjölda verðlauna á sem haldið var laugardaginn 21. mars. Júdódeild Selfoss sendi ellefu keppendur sem stóðu sig allir frábærlega vel og uppskáru fimm gull, þrjú silfur og eitt brons.Þátttakendur voru tæplega 60 frá átta félögum.