Fréttir

Jón Daði og Guðmunda Brynja íþróttamaður og íþróttakona Árborgar 2011

Á uppskeruhátíð Íþrótta- og tómstundanefndar Árborgar, sem fram fór 28. desember sl. í hátíðarsal Fjölbrautskóla Suðurlands, voru þau Jón Daði Böðvarsson, knattspyrnumaður Selfossi, og Guðmunda Brynja Óladóttir, knattspyrnukona Selfossi, útnefnd íþróttamaður og íþróttakona Árborgar 2011.

Nýr samningur knattspyrnudeildar við Íslandsbanka

Þann 29. desember sl. var skrifað undir nýjan styrktarsamning Íslandsbanka við knattspyrnudeild Umf. Selfoss. Samkvæmt samningnum, sem er sá stærsti sem deildin hefur gert til þessa, verður Íslandsbanki aðalstyrktaraðili deildarinnar næstu tvö árin.

HSK-mótið í handbolta haldið í 5. sinn

HSK-mótið í meistaraflokki karla fór fram í íþróttahúsi Vallaskóla fimmtudaginn 29. desember sl. Var þetta fimmta árið í röð sem mótið er haldið eftir að það var endurvakið.

Fjóla Signý í feiknaformi á Áramóti Fjölnis í Laugardalshöll

Áramót Fjölnis, sem jafnframt varr síðasta frjálsíþróttamót ársins 2011, fór fram fimmtudaginn 29. des. sl. í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal.

Björn Kristinn þjálfar stelpurnar áfram

Í lok desember framlengdi knattspyrnudeild samning við Björn Kristinn Björnsson um að þjálfa meistaraflokk kvenna. Björn Kristinn náði frábærum árangri með liðið á síðasta ári.

Fjóla Signý og Örn Davíðs best á Áramótamóti frjálsíþróttadeildar

Áramótamót frjálsíþróttadeildar Umf. Selfoss fór fram í íþróttahúsi Vallaskóla þriðjudaginn 27. desember sl. Örn Davíðsson FH sigraði í öllum fimm karlagreinum mótsins og Fjóla Signý Hannesdóttir Selfossi var atkvæðamest í kvennaflokki.Örn Davíðsson FH sigraði í öllum fimm karlagreinum mótsins.